Stæðilegur kálfur kom í heiminn

Kálfurinn er yndislega fallegur.
Kálfurinn er yndislega fallegur. Skjáskot

Í gær kom nautkálfur í heiminn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Samkvæmt facebookfærslu garðsins er hann duglegur og stæðilegur og var farinn að sjúga pela með broddi fljótlega eftir burð.

Á Facebook lýsa starfsmenn garðsins eftir ungum dreng sem fagnaði tveggja ára afmæli sínu í garðinum í gær og ákvað m.a. að heimsækja nautgripina í fjósinu.

„Okkur starfsfólk FHG langar að bjóða þessum upprenandi kúabónda að nefna kálfinn ef drengurinn finnst. Líklegast er hann sjálfur ekki á FB og biðjum við ykkur kæru vinir að deila myndbandinu í von um að stráksi finnist,“ segir í færslunni. 

Þessi myndarlegi nautkálfur kom í heiminn rétt um klukkan 18 í gær (07.03.2016). Duglegur og stæðilegur og farinn að sjú...

Posted by Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn on Tuesday, March 8, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert