Ætlar ekki að stefna kennara

Á snævi þöktu gervigrasi.
Á snævi þöktu gervigrasi. mbl.is/Golli

Ingvar Guðmundsson, foreldri barns í Kelduskóla, sem sagðist „vera með það til skoðunar“ að kæra kennara í skólanum fyrir vanrækslu í kjölfar þess að skólabörn voru látin hreinsa klaka af sparkvelli sem lagður er dekkjakurli, ætlar ekki að láta verða af því að stefna kennaranum.

Engu að síður gagnrýnir hann viðbrögð skólayfirvalda. Meðal annars hafi barn hans verið óttaslegið við þessa vinnu í ljósi þess að hafa fylgst með umræðu um meinta krabbameinsvá við notkun á völlunum þar sem dekkjakurl er notað.

„Það að yfirmaður skólamála í Reykjavík verji kennara sem er að beita börnum í að flytja eiturefnaúrgang til á skólalóð og hugsi eingöngu um starfsfólk sitt skil ég ekki. Skólinn snýst jú um börn. Hann hefur ekki leitað eftir neinum upplýsingum um upplifun barnsins míns á þessu en samt getur hann varið kennarann án þess að hafa skoðað báðar hliðar,“ segir Ingvar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert