Hvassviðri og úrkoma í kvöld

Gera má ráð fyrir hláku samfara hlýindum og úrkomu í …
Gera má ráð fyrir hláku samfara hlýindum og úrkomu í kvöld og nótt. mbl.is/Golli

Búast má við hvassviðri og úrkomu í kvöld og nótt um allt land og mun vindhraði ná allt að 20 metrum á sekúndu, þó gera megi ráð fyrir hvassari hviðum m.a. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. 

Bæta tekur í vind strax núna síðdegis og þykknar upp að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Slyddu getur orðið vart einhvers staðar á landinu, en á láglendi suðvestan til byrjar strax að rigna.  Búast má þó við rigningu um land allt, en mest verður úrkoman á suður- og suðausturlandi, frá Mýrdalsjökli og austur fyrir Höfn.

Nokkur hlýindi fylgja lægðinni og má því gera ráð fyrir einhverri hláku þessu samfara. Skil lægðarinnar fara hins vegar hratt yfir og strax undir hádegi á morgun verður farið að kólna á ný með tilheyrandi éljagangi.  

Ska­kviðrasamt verður næstu daga og geng­ur ým­ist á með hvassri suðaustanátt og rign­ingu, eða út­synn­ingi og élja­gangi í lægðunum sem fara yfir landið næstu daga. Á sunnudag er hins vegar gert ráð fyrir umtalsvert meiri hlýindum og er talið að asahláka geti fylgt lægðinni sem fer yfir landið á þann dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert