Liggur enn á gjörgæslu

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Eggert

Líðan mannsins sem stunginn var með hnífi fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er óbreytt. Hann er enn þungt haldinn og er honum haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Hann gekkst und­ir aðgerð eft­ir kom­una á sjúkra­hús.

Árás­armaður­inn hef­ur játað verknaðinn en hann veitti fórn­ar­lambi sínu stungu­áverka í bakið. Lög­reglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um yrði fram­lengt en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafnaði því. Hefur hann því verið látinn laus.

Menn­irn­ir eru sagðir vera vin­ir og eru þeir báðir fædd­ir árið 1989, en svo virðist sem ein­hver ágrein­ing­ur hafi komið upp á milli þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert