Oft kastað, en yfirleitt fyrir lítið

Lítið veiðist nú á loðnumiðum.
Lítið veiðist nú á loðnumiðum.

„Það er kastað oft, en yfirleitt fyrir lítið. Það er lóðning hérna, sem gefur lítið, alveg sama hvernig kastað er á hana,“ sagði Jóhannes Danner, skipstjóri á Jónu Eðvalds frá Hornafirði, um miðjan dag í gær.

Nokkur loðnuskip voru þá sunnan við Arnarstapa, en litlar fréttir voru af afla að sögn Jóhannesar. Útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagðist ánægður ef vertíðin stæði 10 daga í viðbót.

Gott veður var á miðunum og einnig er búist við ágætu vinnuveðri í dag, en síðan tekur við röð lægða og ótíð. Með hverjum degi styttist í hrygningu og trúlega er hún byrjuð að einhverju leyti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert