Snörp leysing fyrir kuldaskot

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Með lægð úr suðri gerir snarpa leysingu en kólnar fljótt aftur. Hvessir í kvöld og hlýnar með rigningu á láglendi. Gera má ráð fyrir að hríðarveður verði og takmarkað skyggni á Hellisheiði og í Þrengslum seint í kvöld og fram yfir miðnætti.

Kemur þetta fram í ábendingum frá veðurfræðingi.

Undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi er reiknað með hviðum 30 til 40 m/s frá því undir miðnætti og fram undir klukkan 9 í fyrramálið.

Hálka og ófærð

Það er snjóþekja og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlandi, þó síst á Hringveginum. Ófært er um Kjósaskarð.

Hálkublettir eru á Fróðárheiði, annars eru vegir að mestu greiðfærir á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum leiðum en hálka á fjallvegum. 

Það er talsvert autt á Norðurlandi vestra, þó eru hálkublettir víða á útvegum.  Hálka eða hálkublettir eru víða á leiðum Norðurlandi eystra.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á fjallvegum og víða á Héraði.

Greiðfært er með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert