„Ferðasjúki barþjónninn“ dæmdur í Hæstarétti

mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest fyrri dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Eista sem við upphaf þessa árs var dæmdur til að sæta fangelsi í sex mánuði fyrir fjársvik þegar hann sveik út flugmiða hjá Icelandair á kreditkort sem ekki voru í hans eigu.

Maður­inn var árið 2007 nefnd­ur „ferðasjúki barþjónninn“í fjöl­miðlum, en þá var hann dæmd­ur í 4 mánaða fang­elsi fyr­ir að svíkja í 9 skipti út farmiða hjá Icelanda­ir, sam­tals að and­virði rúm­lega 800 þúsund krón­ur. Hafði hann þá nýtt sér aðstöðu sína sem barþjónn í Lundúnum til að kom­ast yfir kred­it­korta­núm­er sem hann notaði á ólög­mæt­an hátt.

Maðurinn sem um ræðir heitir Konstantin Deniss Fokin og er hann 36 ára gamall. Hef­ur hann fengið fjölda dóma er­lend­is vegna svipaðra brota. Í fór­um hans fannst mikið magn af óút­fyllt­um brott­far­ar­spjöld­um annarra flug­fé­laga, óút­fylltra boðsmiða og beiðnabæk­ur er­lendra fyr­ir­tækja.

Vildu þyngri refsingu

Í samræmi við yfirlýsingu Fokins um áfrýjun skaut ríkissksóknari máli hans til Hæstaréttar 22. janúar síðastliðinn. Af hálfu ákæruvaldsins var þess krafist að refsins mannsins verði þyngd og að honum yrði gert að sæta upptöku á brottfararspjaldi í flug 27. júlí 2015 frá Póllandi til Íslands með viðkomu í Hollandi, beiðnabók frá hótelkeðjunni Hyatt Regency, 243 óútfylltum brottfararspjöldum og 102 farangursmerkimiðum frá ýmsum erlendum flugfélögum og 17 óútfylltum boðsmiðum merktum United.

Við ákvörðun refsingar Fokins var litið til þess að hann átti langan sakarferil að baki og hefði í flestum tilvikum verið um fjármunabrot að ræða. Þá væri ljóst af gögnum málsins að brotavilji hans hefði verið einbeittur.

Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en kröfu ákæruvaldsins um eignaupptöku. Ákærði, Konstantin Deniss Fokin, sæti upptöku á brottfararspjaldi í flug 27. júlí 2015 frá Póllandi til Íslands með viðkomu í Hollandi auk þess sem gerð er upptæk beiðnabók frá hótelkeðjunni Hyatt Regency, 243 óútfyllt brottfararspjöld og 102 farangursmerkimiðar frá ýmsum erlendum flugfélögum og 17 óútfylltir boðsmiðar merktir United,“ segir í dómsorði Hæstaréttar Íslands.

Þá er Fokin einnig gert að greiða Icelandair alls 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, allan áfrýjunarkostnað málsins, um 680.000 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns.

Fyrri fréttir mbl.is:

Ferðasjúki barþjónninn snýr aftur

Ævintýralegur fjársvikaferill

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert