Íhugi að hætta hvalveiðum

Hvalbátur með langreyði á síðunni við hvalstöðina í Hvalfirði.
Hvalbátur með langreyði á síðunni við hvalstöðina í Hvalfirði. mbl.is/Golli

„Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi lítur á tilkynningu Hvals hf. um að veiða ekki langreyðar í sumar sem jákvæða þróun,“ segir m.a. í svari frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi til Morgunblaðsins.

Vill sendiráðið að íslensk stjórnvöld hugleiði „alvarlega“ að hætta hvalveiðum í atvinnuskyni, að því er fram kemur í umfjöllun um bréf sendiráðsins í Morgunblaðinu í dag.

Óskað var viðbragða frá sendiherra Bandaríkjanna, Robert C. Barber, við þeirri ákvörðun Hvals að veiða ekki stórhvali í sumar. Barber er staddur erlendis en svar barst frá talsmanni sendiráðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert