Líf sást á Hörpureitnum

mbl.is/Þorsteinn

Greina mátti líf á lóð væntanlegs hótels á Hörpureitnum við Austurbakka í Reykjavík í dag. Voru þar við vinnu stórvirkar vélar og er það nokkur breyting frá því sem verið hefur, en framkvæmdasvæðið hefur verið svo gott sem líflaust með öllu undanfarna mánuði. 

Til stendur að reisa fyrsta fimm stjörnu hótel landsins á reitnum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu og verður það rekið undir merkjum lúxushótelsins Marriot Edition. Á hótelinu verða 250 herbergi og veislu- og fundarsalir, fjöldi veitingastaða og heilsulindir.

Gert er ráð fyrir að hótelið opni árið 2019.

mbl.is/Þorsteinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert