Nýi kálfurinn heitir Emil

Kálfurinn Emil er glæsilegur.
Kálfurinn Emil er glæsilegur. Af Facebook

Nautkálfurinn sem fæddist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á mánudaginn hefur nú hlotið nafnið Emil. Sagt var frá því á mbl.is á þriðjudaginn að starfsfólk garðsins væri að leita tveggja ára afmælisdrengs sem hafði verið í fjósinu sama dag og kálfurinn fæddist og vildu þau bjóða honum að nefna kálfinn.

Fyrri frétt mbl.is: Stæðilegur kálfur kom í heiminn

Drengurinn fannst samkvæmt nýrri Facebook færslu garðsins og valdi hann nafnið Emil á kálfinn.

Eins og fram kom í fyrri frétt mbl.is er kálfurinn bæði duglegur og stæðilegur og var farinn að sjúga pela með broddi fljótlega eftir burð. 

Margar hendur vinna létt verk og nú er afmælisdrengurinn fundinn og hann búinn að velja nafn á kálfinn. Kálfurinn hefur verið nefndur Emil :-) Starfsfólk FHG þakkar fyrir hjálpina.

Posted by Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn on Thursday, March 10, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert