Sigurjón og Elín sýknuð í Hæstarétti

Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð í málinu.
Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð í málinu.

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans og Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans voru bæði sýknuð í Hæstarétti Íslands fyrir umboðssvik í svokölluðu kaupréttarmáli Landsbankans.

í mál­inu voru Sig­ur­jón og Elín ákærð fyr­ir umboðssvik við veit­ingu sjálf­skuld­arábyrgðar á lána­samn­ing­um tveggja af­l­ands­fé­laga við Kaupþing. Héldu fé­lög­in utan um kauprétti starfs­manna Lands­bank­ans og voru þau skráð á Panama. Heild­arábyrgðin hljóðaði upp á 6,8 millj­arða.

Elín og Sig­ur­jón voru bæði sýknuð í héraðsdómi í mál­inu og rík­is­sjóður dæmd­ur til að greiða mál­svarn­ar­laun verj­enda upp á 23 millj­ón­ir.

Sigurjón hafði áður hlotið samtals 5 ára fangelsi í Ímon-málinu og markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Elín hafði hlotið 18 mánaða dóm í Ímon-málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert