Óhöpp á Holtavörðuheiði

Frá óveðri á Holtavörðuheiði vorið 2015.
Frá óveðri á Holtavörðuheiði vorið 2015.

Þrjár tilkynningar hafa borist um óhöpp á Holtavörðuheiði síðastliðinn hálftíma. Lögreglan á Blönduósi er á leið á vettvang og hefur hún ekki frekar upplýsingar óhöppin.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að heiðin sé lokuð vegna umferðaróhapps. 

Þar segir einnig að ganga muni á með hvössum og blindum éljum um vestanvert landið fram eftir degi.

Á Holtavörðuheiði verði þannig blint með köflum og skafrenningur samfara hvössum vindi. Lægir nokkuð og dregur smámsaman úr éljum eftir kl. 15 til 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert