Tveir unnu rúmar 130 milljónir hvor

Dregið var í Eurojackpot lottóinu í kvöld.
Dregið var í Eurojackpot lottóinu í kvöld.

Tveir Íslendingar duttu í lukkupottinn í kvöld þegar tölur voru dregnar í EuroJackpot lottóinu. Voru tveir miðahafar þannig með fjórar réttar tölur í röð í Jókernum svokallaða og hljóta því hundrað þúsund krónur hvor.

Annar vinningsmiðanna var seldur í Búálfinum í Lóuhólum í Reykjavík. Hinn miðinn var seldur í áskrift, samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri Getspá.

Fyrsti vinningur EuroJackpot, sem hljóðaði upp á rúma sjö milljarða króna, gekk ekki út. Tveir voru þó svo heppnir að vera með fimm réttar tölur og eina bónustölu og fengu því rúmar 130 milljónir hvor, en miðar þeirra voru seldir í Þýskalandi og Tékklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert