Kostelic ætlar að hugsa á göngu þvert yfir landið

Elín Kostelic ásamt eiginmanni sínum Ivica Kostelic.
Elín Kostelic ásamt eiginmanni sínum Ivica Kostelic. mbl.is/Ómar Óskarsson

Króatíski skíðakappinn og einn tengdasona Íslands, Ivica Kostelic, hyggst koma til Íslands síðar í þessum mánuði og leggja í langferð á gönguskíðum þvert yfir landið.

„Ég ætla að nota ferðina til að hugsa. Hugsa um það hvað ég geri á næsta ári og hvort ég muni keppa aftur í heimsbikarnum,“ segir Kostelic í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Áætlað er að ferðin taki um 30 daga. Farið verður frá Melrakkasléttu 16 kílómetra norðan við Kópasker og endað fyrir utan Dómkirkjuna í Reykjavík að sögn Kostelic.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert