Efasemdir um viðbótarákvæði stjórnarskrárnefndar

Árni Páll Árnason segir efasemdir hafa komið fram um viðbótarákvæði …
Árni Páll Árnason segir efasemdir hafa komið fram um viðbótarákvæði stjórnarskrárnefndar. Emilía Björg Björnsdóttir

Miklar efasemdir um viðbótarákvæðin sem stjórnarskrárnefnd hefur lagt til að bætt verði við stjórnarskránna komu fram á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir enga ályktun hafa verið staðfesta á fundinum. „Við hlustuðum á fólk og það sem blasir við eftir þá umræðu er að það er eindregin vilji til þess að leggja áherslu á heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar á nýju kjörtímabili.“ Vilji hafi verið til þess að sú vinna byggi á tillögum stjórnlagaráðs frá 2012.  „Þetta er samþykkt stefna Samfylkingarinnar og ég held að það hafi allir verið sammála um að hnykkja á því.

Síðan komu fram umtalsverðar efasemdir um að ákvæðin þrjú sem kynnt hafa verið mæti nægjanlega almannahagsmunum og það er alveg ljóst að stemninginn hér var treg gagnvart þeim ákvæðum, þannig að ég held að það sé þeim mun meira hvatningarefni fyrir nefndina þegar hún fer yfir þær athugasemdir sem henni hafa borist að hnykkja á og auka skýrleikann.“   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert