Einkaaðilar að Sundabraut

Svona gæti Sundabraut til dæmis legið, yfir Álfsnes, Gunnunes, Geldinganes, …
Svona gæti Sundabraut til dæmis legið, yfir Álfsnes, Gunnunes, Geldinganes, Gufunes og áfram til Reykjavíkur. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Lögmannsstofan Lex og Gamma Capital Management vinna að því að meta kostnað við lagningu Sundabrautar í því skyni að kanna hvort hægt sé að fá einkaaðila til að fjármagna framkvæmdina.

Bréf frá þessum aðilum var lagt fram á fundi stjórnar Faxaflóahafna í gær. Lex og Gamma hafa um nokkurt skeið unnið að því að setja saman vinnuhóp til að skoða hvort hægt sé að koma áfram framkvæmd við Sundabraut. Yrði það hlutverk vinnuhópsins að finna út hver kostnaðurinn er við gerð áætlunar um verkefnið sem gæti verið grundvöllur fyrir ákvörðun fjárfesta.

Í bréfi þeirra til Faxaflóahafna er lögð fram ósk um að hafnaryfirvöld komi að vinnu þessa hóps, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert