Hafa leitað lausnar með viðræðum á „göngunum“ í deilunni í Straumsvík

Frá útskipun í Straumsvík.
Frá útskipun í Straumsvík. mbl.is/Golli

„Það hafa verið þreifingar í gangi og menn settust niður í gær en það leiddi ekki til þess að menn fyndu lausn,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins.

Kjaradeila starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík og vinnuveitenda stendur enn í stað og lausn virðist ekki í sjónmáli.

Í umfjöllun um deiluna í Morgunblaðinu í dag staðfestir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, einnig að talað hafi verið saman „á göngunum“. Hann segir álverið slaki ekki á kröfum sínum um auknar heimildir til verktöku. „Við viljum sitja við sama borð og allir aðrir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert