Magnús Orri býður sig fram

Magnús Orri Schram (t.v.) og Helgi Hjörvar á Alþingi.
Magnús Orri Schram (t.v.) og Helgi Hjörvar á Alþingi. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Magnús Orri Schram, sem var þingmaður Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi 2009-2013, mun snemma í dag tilkynna þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til formanns í Samfylkingunni.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sendi flokksfólki bréf hinn 19. febrúar sl. þar sem hann tilkynnti framboð sitt til formanns flokksins.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur ekki enn gefið það upp hvort hann mun sækjast eftir endurkjöri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Uppfært 08:48:

Magnús Orri hefur nú opnað heimasíðu þar sem hann staðfestir að hann gefi kost á sér til formanns Samfylkingarinnar. Þar segir hann meðal annars:

Ég vil vinna að framgangi stjórnmálaflokks sem lítur til sjónarmiða beggja við mótun stefnu sinnar. Velferð og jafn réttur allra til þjónustu verður ekki til án verðmætasköpunar, og frelsis til athafna. Á sama hátt byggir sterkt atvinnulíf á öflugu velferðarkerfi og góðri menntun. Þetta er kjarni jafnaðarstefnunnar og að henni vil ég vinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert