Ofsaveður á Ströndum

Mynd/Veðurstofa Íslands

Ofsaveður mælist nú við Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum. Mælist vindur þar nú um 30 m/s en mest hefur hann farið í 46 m/s í kviðum.

„Við Sauðanesvita eru nú um 25 m/s en þetta fer nú sennilega að detta fljótlega niður á norðvesturhorninu,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is og heldur áfram: „En svo kemur nú næsta lægð strax á morgun. Annað kvöld verður mjög slæmt veður á landinu, rok eða ofsaveður, og sennilega hvassast um norðvestanvert landið.“

Veðurstofa Íslands spáir vaxandi sunnan- og suðaustanátt með rigningu á morgun, 18 til 25 m/s síðdegis en 25 til 30 m/s norðvestantil. Hiti verður á bilinu 3 til 11 stig, hlýjast fyrir norðan.

Nánar má fylgjast með veðri á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert