Gupta og Movsesian efstir á Reykjavíkurskákmótinu

Abhijeet Gupta.
Abhijeet Gupta. Mynd/Skáksamband Íslands

Abhijeet Gupta frá Indlandi og Sergei Movsesian frá Armeníu eru efstir á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu eftir að sjöundu umferð lauk í dag. Þeir hafa sex vinninga hvor.

Hjörvar Steinn Grétarsson, Stefán Kristjánsson og Bragi Þorfinnsson eru efstir íslendinga með fimm vinninga.

Stefán tefldi við Armenann Hrant Melkurmyan í dag og var nálægt því að sigra en ónákvæmni í endatafli kom í veg fyrir sigur. Bragi og Hjörvar Steinn áttust við í dag og lauk skák þeirra með jafntefli.

Hin indverska Tania Sachdev hélt áfram að koma á óvart og gerði jafntefli við rússneska ofurstórmeistarann Dmitry Andreikin.

Áttunda umferð hefst á morgun klukkan 15. Þar eigast þeir Gupta og Movsesian við. Stigahæsti keppandinn á mótinu, Shakhriyear Mamedyarov teflir við Alexander Beliavsky. Bragi teflir við Andreikin sem er næststigahæsti keppandinn á mótinu. 

Tania Sachdev
Tania Sachdev Mynd/Skáksamband Íslands
Hjörvar Steinn Grétarsson
Hjörvar Steinn Grétarsson Mynd/Skáksamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert