Rafmagn komið á Ketildalalínu

mbl.is/Skapti

Búið er að koma rafmagni aftur á Ketildalalínu en bilun fannst á Selárdalsálmu og er sú álma enn úti. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða verður farið í veðgerðir á henni um leið og veður gengur niður.

Rafmagn er hins vegar komið á álmuna að Feigsdal.

Í Súðavík er enn keyrt á takmörkuðu varaafli eftir að bilun varð á Súðavíkurlínu. Unnið er að viðgerð á línunni sem og á varavélinni. Vegna þessa er rafmagn nú skammtað í Súðavík og verður það gert þar til viðgerð lýkur.

Raf­magn fór einnig af í Ketil­döl­um í Arnar­f­irði í gærkvöldi auk þess sem rafmagnslaust varð um tíma í Engidal.

Rafmagn skammtað í Súðavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert