Rafmagn skammtað í Súðavík

Raf­magn hef­ur slegið út á nokkr­um stöðum á Vest­fjörðum.
Raf­magn hef­ur slegið út á nokkr­um stöðum á Vest­fjörðum. Orkubú Vestfjarða

Rafmagnstruflanir eru á Vestfjörðum eftir að Súðavíkurlína sló út í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða er búið að finna ástæðu bilunarinnar og vinna starfsmenn nú að viðgerð.

Einnig var straumlaust í Engidal um tíma.

Á þessari stundu er ekki vitað hvenær rafmagn kemst aftur á alls staðar, en það ætti þó að gerast seinna í dag. Þá er rafmagn nú skammtað í Súðavík vegna bilunar í rafstöð og verður það gert þar til viðgerð lýkur.

Rafmagn fór einnig af í Ketildölum í Arnarfirði og gerðist það um klukkan 19:30 í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert