Rýma hús á Patreksfirði

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættusvæði á Patreksfirði vegna snjóflóða. Á vef Veðurstofunnar segir að mikil leysing hafi verið í dag og að nokkur krapahlaup hafi fallið í Bíldudal. Talið er að vatn sé farið að safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, ofan byggðarinnar á Patreksfirði og að krapi gæti hlaupið fram.

Sjá frétt mbl.is: Krapaflóð féll á hús á Bíldudal

Hefur einnig verið ákveðið að rýma nokkur hús undir gilinu og verður fylgst með ástandinu í kvöld og í nótt. 

Sjá frétt mbl.is: Spáð ofsaveðri í kvöld

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert