Stór klakastrýta hlóðst upp við Ljósavatn í Ljósavatnsskarði

Ljósmynd/Hörður Jónasson

„Þetta er fínasta listaverk,“ sagði Jón Björn Hreinsson, bóndi á Ljósavatni í Ljósavatnsskarði, um sérkennilega klakastrýtu sem myndaðist rétt ofan við bæinn hans.

Þau á Ljósavatni eru með heimarafstöð. Gúmmípakkning á samskeytum á þrýstipípu að vatnsaflsstöðinni bilaði í desember sl. og úðaðist vatnið upp um smá gat enda er 9,5 bara þrýstingur á vatninu. Vatnið fraus jafnóðum í kuldanum og klakaborgin hlóðst upp. Jón Björn sagði að strýtan stæði í halla og væri á að giska 8-10 metra há og 5-6 metra breið neðst.

Hann sagði að klakaborgin væri að mestu hol að innan. Nú er sólin aðeins farin að vinna á klakanum og nokkuð ljóst að þetta listaverk Vetrar konungs hverfur með vorinu.

Hörður Jónasson, sem tók myndina, sagði að strýtan væri orðin mjög áberandi við Ljósavatn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert