Lögðu hald á 10 þúsund falsaðar arkir

Sigurður Bogi Sævarsson

Lögregla lagði hald á hátt í tíu þúsund arkir af fölsunum strætómiðum í janúarmánuði. Um svipað leyti höfðu starfsmenn Strætó orðið varir við að mikið var um fölsuð strætókort og miða og var ákveðið að hanna nýja miða. Frá og með 1. apríl nk. verður aðeins hægt að nota nýju miðana í vögnunum.

Í nýju miðunum er álfólía sem lögð er í jaðra miðanna og einnig í merki Strætó. Þetta er gert til að auðkenna betur miðana. Um mánaðarmótin verður ekki lengur ekki að greiða með gömlu miðunum en hægt verður að skipta eldri farmiðum út á sölustað Strætó í Mjódd, miða á móti miða, út þetta ár.

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að ákveðið hafi verið að grípa til þessarra úrræða og það fljótt. Ekki hafi verið gefinn langur tími og það sé því miður þannig að nokkrir valdi stórum hópi fólks óþægindum.

Frétt mbl.is: Farmiðar Strætó í nýjan búning

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert