Salvör býður sig ekki fram

Salvör Nordal.
Salvör Nordal. Árni Sæberg

Salvör Nordal, for­stöðumaður Siðfræðistofn­un­ar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi forsetakosningum.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar en þar segist hún ætla að leggja áfram áherslu á rannsóknir og samræður tengdar siðfræði og lýðræði. 

Hóp­ur fólks sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem því var lýst yfir að hún hefði allt til að bera að vera í hlut­verki for­seta.

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Sal­vör þykja ótrú­lega vænt um þann stuðning sem hún hef­ur fengið og nú muni hún skoða næstu skref. „Ég ætla að hugsa málið al­var­lega,“ sagði hún í samtali við mbl.is á laugardaginn. 

Frétt mbl.is: „Ég ætla að hugsa málið alvarlega“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert