Ráðinn lektor við MIT-háskólann

Jónas Oddur Jónasson
Jónas Oddur Jónasson

Íslenskur doktorsnemi í rekstrarverkfræði mun taka við stöðu lektors við MIT-háskóla að loknu námi í sumar.

„Ég vil reyna smám saman að byggja upp þekkingu á því hvernig rekstrarlegar ákvarðanir hafa áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í sunnanverðri Afríku. Þetta er nokkuð sem hefur ekki verið mikið skoðað í okkar fagi,“ segir Jónas Oddur Jónasson, 32 ára íslenskur doktorsnemi í rekstrarverkfræði við London Business School í Bretlandi.

Jónas mun taka við stöðu lektors við viðskiptafræðideild MIT-háskóla í Boston að loknu doktorsnámi. Mun hann aðallega stunda áframhaldandi rannsóknir auk þess að kenna í MBA-námi deildarinnar.

Jónas segist alltaf hafa stefnt á framhaldsnám erlendis eftir að hann útskrifaðist úr verkfræðideild Háskóla Íslands, en hann hefur þegar lokið tveimur framhaldsgráðum.

Í doktorsnáminu hefur Jónas rannsakað rekstur heilbrigðisþjónustu í Afríku og vinnur að tveimur greinum um það efni.

Hann hyggst halda áfram með rannsóknir sínar samhliða kennslu við MIT-háskóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert