Vængbörð vélarinnar endurstillt

Bombardier-flugvélin sem um ræðir.
Bombardier-flugvélin sem um ræðir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bilunin í vélinni frá Flugfélagi Íslands varð í vængbörðum en ekki í lendingarbúnaði, eins og kom fram í frétt mbl.is fyrr í dag.

Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, þurfti að endurstilla vængbörðin. Það hefur verið gert og fór vélin í áætlunarflug til Akureyrar klukkan 15.

Frétt mbl.is: Lenti í Keflavík vegna bilunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert