Lítið talað saman í stjórninni

Bjarni Benediktsson (t.h.) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á góðri stundu.
Bjarni Benediktsson (t.h.) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á góðri stundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem einhver uppstytta sé komin í samstarf ríkisstjórnarflokkanna, ef marka má fregnir undanfarinna daga.

Samkvæmt samtölum Morgunblaðsins við stjórnarþingmenn telur samt enginn að stjórnarsamstarfið sé í hættu, en menn benda á að samskipti á milli flokkanna þurfi að laga.

Fram hefur komið að þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heyrðu fyrst af því í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi kanna möguleikann á því að nýr Landspítali myndi rísa við Vífilsstaði í Garðabæ en ekki við Hringbraut. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru ekki alls kostar sáttir við þetta útspil forsætisráðherrans, án þess að það hafi nokkurn tíma verið rætt í ríkisstjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert