Sagði Sigmund vera kröfuhafa

Björn Valur Gíslason, varaformaður VG.
Björn Valur Gíslason, varaformaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, fór fram á það á þingfundi í morgun að fundinum yrði frestað og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni veitt tækifæri til þess að mæta í þingið og gera grein fyrir erlendu félagi í eigu eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, þar sem hún geymir fjölskylduarf sinn.

Frétt mbl.is: Skattar greiddir frá upphafi

Anna Sigurlaug fjallaði um félagið á Facebook-síðu sinni í gær og ennfremur að frá upphafi hafi hún lagt ríka áherslu á að allir skattar yrði greiddir hér á landi af félaginu og eignirnar hafi skilmerkilega verið taldar fram í skattaskýrslum. Tilvist félagsins hafi þannig aldrei verið haldið leyndri. Lagði hún ennfremur áherslu á að um séreign hennar væri að ræða og því ekki eign Sigmundar.

Frétt mbl.is: Félaginu aldrei haldið leyndu

Björn Valur talaði um félagið sem eign Sigmundar og sakaði hann um að hafa verið kröfuhafi í þrotabú gömlu bankanna og hafa geymt fé í skattaskjóli. Talsverð umræða skapaðist um málið á þingi. Bæði undir umræðum um störf þingsins og fundarstjórn forseta.

Stjórnarliðar sökuðu þingmenn Vinstri grænna um lágkúru og að ráðast að maka forsætisráðherra en þingmennirnir töldu eðlilegt að forsætisráðherra gerði grein fyrir málinu. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hafnaði því að þingfundi yrði frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert