Steinþór: Stjórnun bankans óbreytt

Steinþór segir stjórnun bankans óbreytta.
Steinþór segir stjórnun bankans óbreytta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnun Landsbankans verður áfram með óbreyttum hætti þrátt fyrir að fimm af sjö bankaráðsmönnum bankans hafi tilkynnt að þeir muni ekki sækjast eftir endurkjöri á aðalfundi þann 14. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steinþóri Pálssyni, bankastjóra.

Þá segir Steinþór að hann muni áfram starfa með hagsmuni bankans að leiðarljósi.

Í yfirlýsingu bankaráðsmannanna kom meðal annars fram að stjórnendur Bankasýslunnar hafi óskað eftir því að Steinþór yrði látinn fara vegna Borgunarmálsins auk stjórnarformanns og varaformanns bankaráðs. Sögðust bankaráðsmennirnir ekki vilja taka þátt í þeim „skollaleik.“

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Ómar Óskarsson

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir í samtali við mbl.is að hann vilji ekki ræða trúnaðarsamtöl sem hann hafi átt við formann bankaráðs. Sagðist hann hafa heyrt um málið nokkrum mínútum áður en tilkynningin var send út. Ætlaði hann ekki að tjá sig um málið fyrr en hann væri búinn að skoða það nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert