Heimsóttu fyrirtækið eftir greinarskrif

Vinnueftirlitið heimsótti Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði í kjölfar nýlegra greinarskrifa um …
Vinnueftirlitið heimsótti Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði í kjölfar nýlegra greinarskrifa um kynferðislega áreitni verkstjóra í frystihúsi fyrir átján árum. Sigurður Bogi Sævarsson

Vinnueftirlitið heimsótti Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði í kjölfar nýlegra greinarskrifa Þórunnar Ólafsdóttur um kynferðislega áreitni verkstjóra í frystihúsi fyrir átján árum. Framkvæmdastjóri segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum innan fyrirtækisins.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Þar segir að sálfræðingur hafi verið ráðinn til að fara yfir málin á vinnustaðnum og vinna aðgerðaráætlun í samræmi við vinnuverndarlöggjöfina og uppfærða reglugerð Vinnueftirlitsins frá því í nóvember.

„Við tökum málið mjög alvarlega og munum halda almennilega utan um það eins og við viljum gera varðandi öll svona mál, ef þau koma upp í fyrirtækinu í dag,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar í samtali við RÚV.

Hann segir hegðun eða framferði starfsmanna eins og lýst hafi verið í greininni ekki vera eða verða liðna innan fyrirtækisins.

Í Þórunnar kom hvorki fram nafn fyrirtækis né var fjallað um nafngreinda einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert