Mál þriggja til Mannréttindadómstólsins

Mannréttindadómstóll Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu ECHR

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu í dag.

Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar.

Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu.

Fréttablaðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert