Safnar peningum í málningardós

Kristján Björn Tryggvason hefur safnað mest af öllum í átakinu Mottumars sem lýkur á morgun en hann hefur safnað rúmlega 1,3 milljónum króna. Kristján hefur barist við heilakrabbamein í tíu ár og hefur hann farið í þrjár aðgerðir, geislameðferð og tvær lyfjameðferðir. Kristján hefur verið öflugur stuðningsmaður Mottumars síðustu ár en hann gengur á milli fyrirtækja og safnar peningum í gamla málningardós.

mbl.is hitti Kristján og ræddi við hann um átakið og mikilvægi þess en hægt er að heita á hann hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert