Vissi ekki um kröfur félagsins

Bjarni benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að hann hafi ekki haft upplýsingar um að erlenda eignarhaldsfélagið Wintris hefði gert kröfur í bú föllnu bankanna. Félagið er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Var hann þar að svara fyrirspurn frá Öttarri Proppé, formanni Bjartrar framtíðar.

Bjarni sagðist hins vegar ekki geta séð annað en farið hefði verið að öllu að lögum og reglum varðandi félagið. Hann sagðist hins vegar telja eðlilegast að Sigmundur gerði sjálfur grein fyrir því hvernig málinu hefði verið fyrirkomið sem hann myndi vafalaust gera ef eftir því væri leitað. Síðan væri rétt að mæla þau mál út frá þeim lögum og reglum sem um þau mál giltu.

„Ég hef ekki séð neitt annað fram koma í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt og að því leitinu til þá er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni,“ sagði Bjarni. Sagði hann þó ekki gott að svara fyrir mál sem aðrir væru betur til þess fallnir að svara fyrir og ítrekaði að best færi á því að forsætisráðherra gerði það.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert