Allt að 12 stiga hiti

Það er óneitanlega vorlegt í dag en hvað vorið endist …
Það er óneitanlega vorlegt í dag en hvað vorið endist lengi er ómögulegt að segja til um mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag er spáð ágætisverðri á öllu landinu, sunnangolu og bjartviðri fyrir norðan og austan, en annars skýjað og sums staðar súld við sjávarsíðuna. Bætir í vind með kvöldinu og fer að rigna. Suðvestangola og smá skúrir eða él á morgun, en úrkomulítið norðaustan til.

Hiti allt að 12 stigum norðaustanlands, en sums staðar næturfrost inn til landsins. Útlit fyrir að kólni talsvert um miðja næstu viku og snjói fyrir norðan, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Á laugardag:
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða dálítil él, en hægara og bjartviðri NA-lands. Hiti 0 til 8 stig að deginum, mildast á Austfjörðum.

Á sunnudag og mánudag:
Suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning eða slydda, en hægara og úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 0 til 7 stig, mildast SA-lands.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt, víða rigning og milt veður, en snýst norðanátt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan um kvöldið og kólnar heldur.

Á miðvikudag:
Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en bjartviðri SV-til. Kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga vinda, bjart og kalt veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert