Hefur safnað 5 milljónum í Mottumars

Sigurvegarinn í ár, Kristján Björn Tryggvason, fær afhend verðlaun frá …
Sigurvegarinn í ár, Kristján Björn Tryggvason, fær afhend verðlaun frá Jakob Jóhannssyni, lækni og formanni Krabbameinsfélagsins. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurvegar Mottumars í ár var Kristján Björn Tryggvason sem safnaði 1.582.842 krónum. Hefur hann tekið þátt nokkrum sinnum og samanlagt safnað um 5 milljónum. Lið Alcoa Fjarðaáls vann liðakeppnina með því að safna 668 þúsund krónum. Í heild söfnuðust 6,2 milljónir í átakinu í ár.

Í öðru sæti í einstaklingskeppninni var Arnar Hólm Ingvarsson með 263.500 krónur og í þriðja sæti var Sturla Magnússon með 114.139 krónur.

Actavis var í öðru sæti í liðakeppninni með 263.500 krónur og þjónustuver Símans í því þriðja með 346.233 krónur.

Verðlaun fyrir flottustu mottuna fóru til Erlends Svavarsson. Alls tóku um 400 manns þátt í keppninni í ár.

Erlendur Svavarsson fékk verðlaun fyrir fegurstu mottuna.
Erlendur Svavarsson fékk verðlaun fyrir fegurstu mottuna. Mynd/Mottumars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert