Biðja um mat á skiptingu jarðhitaréttinda

Við Mývatn. Landsvirkjun á réttindi í landi Reykjahlíðar. Landeigendur eiga …
Við Mývatn. Landsvirkjun á réttindi í landi Reykjahlíðar. Landeigendur eiga réttindi í útjaðri jarðhitageymisins. mbl.is/RAX

Eigendur meirihluta Reykjahlíðarlands í Mývatnssveit hafa óskað eftir dómkvaðningu matsmanna til að leggja mat á jarðhitasvæði þeirra og jarðhitaréttindi Landsvirkjunar og ríkisins við Kröflu og Bjarnarflag.

Íslenska ríkið og Landsvirkjun mótmæla kröfu um dómkvaðningu matsmanna, að því er fram kemur í umfjöllun num mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ríkið keypti fyrir mörgum árum jarðhitaréttindi í landi Reykjahlíðar, við Bjarnarflag og á Kröflusvæðinu. Það var staðfest með dómi Hæstaréttar frá árinu 2009. Ríkið seldi réttindin síðar til Landsvirkjunar. Landeigendur Reykjahlíðar eiga jarðhitaréttindi utan við afmarkað svæði Landsvirkjunar og það vilja þeir nýta eða fá greiðslur fyrir nýtingu þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert