Úthluta Hádegismóum 9

Fyrirtækið Snæland Grímsson hefur fengið lóð fyrir starfsemi sína í …
Fyrirtækið Snæland Grímsson hefur fengið lóð fyrir starfsemi sína í Hádegismóum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að úthluta lóðinni að Hádegismóum 9 til fyrirtækisins  Snælands Grímssonar.  Um er að ræða  er 12 þúsund fermetra lóð og er lóðaverð miðað við sexþúsund fermetra byggingarétt um 210 milljónir króna.

„Við sóttum um lóð hjá Reykjavíkurborg og erum að horfa til þess að geta sameinað alla okkar starfsemi, bæði skrifstofur og bíla, á einum stað,“ segir Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu Snælands Grímssonar og einn eigenda fyrirtækisins.

„Við erum núna að átta okkur á hlutunum og skoða fjármögnun og annað slíkt í kringum þetta.“

Snæland Grímsson er með um 50 manns í vinnu á ársgrundvelli að sögn Hallgríms. „Sumir kalla okkur rútufyrirtæki, en ég segi að við séum ferðaskrifstofa sem eigi rútur.“

Í dag starfa um 20 manns á ferðaskrifstofu Snælands Grímssonar, sem er staðsett á Langholtsvegi. „Síðan erum við með bílana okkar uppi á Eldshöfða og það væri náttúrulega mikið hagræði að koma þessu öllu fyrir á einn stað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert