Ekki nóg að vera bara reiður

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

„Þetta mál er risavaxið og undir öllum eðlilegum kringumstæðum myndi maður gera ráð fyrir að þingið myndi lýsa yfir vantrausti á ráðherra við svona fréttir. Þetta er hins vegar eitthvað sem þarf að ræða. Það er ýmislegt sem skiptir máli, til dæmis að allt komi fram sem geri þingmönnum meirihlutans kleift að móta sína skoðun.

Svo liggur líka fyrir að þingið kemur ekki saman í tvær vikur, það verður í fyrsta lagi hægt að leggja þetta fram eftir tvær vikur og þá veit maður ekki hvernig staðan verður,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is.

Málið hefur ekki verið rætt formlega meðal þingmanna Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir í samtali við mbl.is að mörgum spurningum sé ósvarað í málinu. Þá gerir hún ráð fyrir að farið verði yfir málið áður en þing kemur saman á ný eftir páskafrí. 

Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að möguleg vantrauststillaga á forsætisráðherra hafi verið rædd innan allra stjórnarandstöðuflokkanna en þeir hafi hins vegar ekki rætt saman formlega um sameiginlega tillögu. Þeir vilji hins vegar að forsætisráðherra svari ýmsum spurningum sem ekki hafi verið svarað í þinginu fyrir páskafrí.

Málið snýst um aflandsfélag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á Bresku Jómfrúareyjunum. Alþingi kemur næst saman eftir tvær vikur, eða mánudaginn 4. apríl vegna páskafrís þingmanna.

Frétt mbl.is: Vantraust á forsætisráðherra

Vantrauststillaga er ályktun löggjafarþings í þingræðisríki um að ríkisstjórn í heild eða einstakir ráðherrar njóti ekki stuðnings þingsins og beri því að segja af sér.

„Geðveikislegir“ hagsmunir forsætisráðherra

Helgi Hrafn segist aðspurður gera ráð fyrir að verið sé að ræða málið í öllum hornum, það sé af þeirri stærðargráðu. „Þetta kemur upp rétt fyrir páskahlé og fólk er búið að gera sínar áætlanir. Þannig að það er óheppilegur tími fyrir fólk til að hittast en fólk talar auðvitað saman,“ segir Helgi Hrafn.

Hann segir mikilvægt að halda því til haga að tillaga sem þessi snúist ekki aðeins um hvort hún verði lögð fram eða ekki. Hún snúist einnig um hvenær hún verður lögð fram og á hvaða forsendum. Ekki sé nóg að vera bara hneykslaður og reiður heldur þurfi að útskýra hvers vegna og á hvaða forsendum tillagan sé lögð fram.

„Svo skiptir verulegu máli, vegna þess að vantrauststillaga snýst ekki bara um minnihlutann að tjá reiði sína, að þingmenn meirihlutans fá að hugsa sinn gang almennilega, það skiptir líka máli. Það er ekki bara stjórnarandstaðan og hennar einkamál hvort og hvenær vantrausti er lýst yfir. Þetta er mál þingsins á móti ríkisstjórn,“ segir Helgi Hrafn.  

„Í engu þingi í lýðræðislegu samfélagi ætti þetta að þykja í lagi. Hvernig þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] brugðust við fyrst var auðvitað fáránlegt, að það væri einhver skepnuskapur af þingmönnum minnihlutans að tala um þetta og vera hneyskslaðir á þessu.

Eins og það sé einhver lágkúra að tala um það að forsætisráðherra landsins hafi geðveikislegra hagsmuna að gæta í máli sem hann er í forsvari fyrir. Maður veltir sér hvernig það muni þróast á tveggja vikna tímabili, hvernig þeir fara að sjá málin og hugsa um þau með tímanum,“ segir Helgi Hrafn að lokum.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert

Uppfært kl. 11.01

Mjög mörgum spurningum ósvarað

„Það liggur algjörlega fyrir að það er mjög mörgum spurningum ósvarað að hálfu forsætisráðherra og það liggur algjörlega fyrir að þetta hlýtur að rýra mjög traust á hans störfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um málið.

Hún segir það ekki hafa verið rætt formlega meðal þingmanna flokksins en eðilega hafi þingmennirnir rætt málið sín á milli á óformlegum nótum. Katrín væntir þess að farið verði yfir stöðuna áður en þing kemur saman eftir páskafrí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja bregðast við áskorun þingkvenna

12:27 13 karlar úr röðum þingmanna úr öllum flokkum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum vilja til að „ að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“. Meira »

Snjóflóðahætta á Vestfjörðum

12:00 Búið er að lýsa yfir óvissustigi vegna snjóðflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og þá hefur Veðurstofan uppfært veðurviðvörunina fyrir svæðið upp í appelsínugult. „Það snjóar áfram og er leiðinda hvassviðri og ófærð og svo bætir snjóflóðahættan ekki úr skák,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Sértækur byggðakvóti eykst um 12%

11:07 Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 701 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.335 tonn fiskveiðiárið 2017/2018. Þetta segir í fréttatilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu og ennfremur að stefna stjórnvalda undanfarin ár hafi verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hafi hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð. Meira »

Krafa um refsingu lækkuð um tvö ár

11:00 Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Meira »

Vinnuveitendur sýni þolendum stuðning

10:55 Samtök launafólks kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það er ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Meira »

Sex bjóða sig fram til varaformanns KÍ

10:54 Sex bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær, þriðjudaginn 21. nóvember. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 13. desember 2017. Nýr varaformaður KÍ tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fer í apríl á næsta ári. Meira »

„Mynd segir meira en þúsund orð“

10:39 „Mynd segir meira en þúsund orð. Stundum duga orðin ekki til, maður fær einhverja tilfinningu,“ segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, inntur eftir því hvað hann meinti nákvæmlega þegar hann gagnrýndi prófílmynd Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Meira »

Frestuðu Öræfajökulsfundi vegna veðurs

10:51 Íbúafundur sem lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnarnefnd Hornafjarðar ætluðu að halda í gærkvöldi vegna Öræfajökuls var frestað vegna veðurs. Meira »

Staðan á íbúðamarkaði aðkallandi á Vesturlandi

10:29 Staðan á íbúðamarkaði er sá þáttur sem er hvað mest aðkallandi varðandi búsetuskilyrði á Vesturlandi að mati íbúa í landshlutanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða, sem nýlega kom út. Meira »

Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

10:27 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna, en aðalmeðferð málsins er hafin. Aðstandendur beggja fylltu dómsalinn og þurfti að fjölga sætum í salnum. Meira »

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

10:11 Neyðarrýmingaráætlun verður að öllum líkindum gefin út í dag vegna Öræfajökulssvæðisins.  Meira »

Formennirnir funda áfram í dag

10:09 Fundað er áfram í dag í viðræðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf flokkanna. Fundurinn hófst klukkan 10 í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Meira »

Þrír sendifulltrúar til Bangladess

10:01 Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi eru komnir til Cox‘s Bazar í Bangladess til að hefja störf á tjaldsjúkrahúsi sem komið hefur verið upp fyrir flóttafólk frá Rakhine-héraði í Búrma. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
Hleðslutæki fyrir Li-ion Ni-Mh-og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...