Ekki nóg að vera bara reiður

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

„Þetta mál er risavaxið og undir öllum eðlilegum kringumstæðum myndi maður gera ráð fyrir að þingið myndi lýsa yfir vantrausti á ráðherra við svona fréttir. Þetta er hins vegar eitthvað sem þarf að ræða. Það er ýmislegt sem skiptir máli, til dæmis að allt komi fram sem geri þingmönnum meirihlutans kleift að móta sína skoðun.

Svo liggur líka fyrir að þingið kemur ekki saman í tvær vikur, það verður í fyrsta lagi hægt að leggja þetta fram eftir tvær vikur og þá veit maður ekki hvernig staðan verður,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is.

Málið hefur ekki verið rætt formlega meðal þingmanna Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir í samtali við mbl.is að mörgum spurningum sé ósvarað í málinu. Þá gerir hún ráð fyrir að farið verði yfir málið áður en þing kemur saman á ný eftir páskafrí. 

Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að möguleg vantrauststillaga á forsætisráðherra hafi verið rædd innan allra stjórnarandstöðuflokkanna en þeir hafi hins vegar ekki rætt saman formlega um sameiginlega tillögu. Þeir vilji hins vegar að forsætisráðherra svari ýmsum spurningum sem ekki hafi verið svarað í þinginu fyrir páskafrí.

Málið snýst um aflandsfélag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á Bresku Jómfrúareyjunum. Alþingi kemur næst saman eftir tvær vikur, eða mánudaginn 4. apríl vegna páskafrís þingmanna.

Frétt mbl.is: Vantraust á forsætisráðherra

Vantrauststillaga er ályktun löggjafarþings í þingræðisríki um að ríkisstjórn í heild eða einstakir ráðherrar njóti ekki stuðnings þingsins og beri því að segja af sér.

„Geðveikislegir“ hagsmunir forsætisráðherra

Helgi Hrafn segist aðspurður gera ráð fyrir að verið sé að ræða málið í öllum hornum, það sé af þeirri stærðargráðu. „Þetta kemur upp rétt fyrir páskahlé og fólk er búið að gera sínar áætlanir. Þannig að það er óheppilegur tími fyrir fólk til að hittast en fólk talar auðvitað saman,“ segir Helgi Hrafn.

Hann segir mikilvægt að halda því til haga að tillaga sem þessi snúist ekki aðeins um hvort hún verði lögð fram eða ekki. Hún snúist einnig um hvenær hún verður lögð fram og á hvaða forsendum. Ekki sé nóg að vera bara hneykslaður og reiður heldur þurfi að útskýra hvers vegna og á hvaða forsendum tillagan sé lögð fram.

„Svo skiptir verulegu máli, vegna þess að vantrauststillaga snýst ekki bara um minnihlutann að tjá reiði sína, að þingmenn meirihlutans fá að hugsa sinn gang almennilega, það skiptir líka máli. Það er ekki bara stjórnarandstaðan og hennar einkamál hvort og hvenær vantrausti er lýst yfir. Þetta er mál þingsins á móti ríkisstjórn,“ segir Helgi Hrafn.  

„Í engu þingi í lýðræðislegu samfélagi ætti þetta að þykja í lagi. Hvernig þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] brugðust við fyrst var auðvitað fáránlegt, að það væri einhver skepnuskapur af þingmönnum minnihlutans að tala um þetta og vera hneyskslaðir á þessu.

Eins og það sé einhver lágkúra að tala um það að forsætisráðherra landsins hafi geðveikislegra hagsmuna að gæta í máli sem hann er í forsvari fyrir. Maður veltir sér hvernig það muni þróast á tveggja vikna tímabili, hvernig þeir fara að sjá málin og hugsa um þau með tímanum,“ segir Helgi Hrafn að lokum.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert

Uppfært kl. 11.01

Mjög mörgum spurningum ósvarað

„Það liggur algjörlega fyrir að það er mjög mörgum spurningum ósvarað að hálfu forsætisráðherra og það liggur algjörlega fyrir að þetta hlýtur að rýra mjög traust á hans störfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um málið.

Hún segir það ekki hafa verið rætt formlega meðal þingmanna flokksins en eðilega hafi þingmennirnir rætt málið sín á milli á óformlegum nótum. Katrín væntir þess að farið verði yfir stöðuna áður en þing kemur saman eftir páskafrí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Finna enn ekkert í brunnum

14:31 Enn er unnið að því að hreinsa upp olíumengunina í Grafarlæk í Grafarvogi. Starfsmenn Veitna hafa síðustu daga aðstoða Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur við að leita að upptökum olíumengunar sem rennur úr regnvatnskerfinu í lækinn í botni Grafarvogs. Meira »

Ofninn líklega í gang upp úr helgi

14:20 „Við vonum að við getum fari í gang upp úr helginni,“ segir yf­ir­maður ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon, spurður hvenær starf­semi geti hafist að nýju. Ofninn hefur ekki verið ræstur aft­ur eft­ir að 1.600 gráðu heit­ur kís­il­málm­ur lak niður á gólf 17. júlí sl. Meira »

Opnað fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri

13:44 Opnað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri milli Hólaskjóls og Landmannalauga en henni var lokað vegna mikilla vatnavaxta á svæðinu. Fólk er hvatt til þess að keyra ekki enn um veginn á minni bílum. Meira »

Tók mikið á alla hlutaðeigandi

13:40 Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar er þakklátt því að málinu, þar sem tveir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar voru grunaðir um að hafa beitt börn ofbeldi, sé lokið. Margrét Pála segir málið hafa tekið mikið á alla hlutaðeigandi. Meira »

Segja ána erfiða viðureignar

13:17 Um 60 björgunarsveitarmenn taka þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss í gær. Búið er að koma fyrir neti við Bræðratungubrú og er notast við dróna, kajakbáta og svifnökkva við leitina. Meira »

Safna fyrir fjölskyldu Bjarka

12:52 Hafin er söfnun handa fjölskyldu Bjarka Más Guðnasonar sem lenti í alvarlegu slysi á Selfossi 11. júlí og lést á Landspítalanum þremur dögum síðar. Aðstandendur fjölskyldu Bjarka standa að baki söfnuninni. Meira »

7 vikna í einangrun með kíghósta

12:39 7 vikna gamalt barn er nú í einangrun á Barnaspítala Hringsins vegna kíghósta. Móðir stúlkunnar, Helena Dröfn Stefánsdóttir, greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta er sjúkdómur sem getur verið lífshættulegur fyrir svona ungt barn og á helst ekki að vera til á landi eins og okkar,“ segir hún Meira »

Árekstur á Miklubraut

12:51 Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl vegna minni háttar meiðsla eftir áreksturinn samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Lugu til um pakkasendingu

12:30 Hringt var í konu í vesturbæ Reykjavíkur í gær en á línunni var karlmaður sem sagðist vera á leið til hennar með pakka frá Samskipum. Hins vegar lá þannig í því að konan átti ekki von á neinni sendingu. Meira »

Maðurinn sem lést í vinnuslysi

12:12 Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson. Hann var 56 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira »

„Við viljum trúa á það að réttlætið sigri“

12:00 Búið er að áfrýja máli Áslaug­ar Ýrar Hjart­ar­dóttur, sem bar­ist hef­ur fyr­ir því að fá end­ur­gjalds­lausa túlkaþjón­ustu sem hún þarf á að halda, til Hæstaréttar. Móðir Áslaugar segir Áslaugu hugsa málið í stærra samhengi en svo að það snúist um hana eingöngu. Meira »

Virði reglur um hvíldartíma

11:38 Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, til að mynda hópferðabifreiða, að virða reglur um hvíldartíma og aka af stað óþreyttir. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustunda akstur. Meira »

„Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“

11:37 „Vegurinn er bara ein og hálf bílbreidd og þegar menn sýna glannaakstur þá er þetta skelfilegt,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Time Tours, í samtali við mbl.is. Rúta á vegum fyrirtækisins fór út af Gjábakkavegi á Þingvöllum í gær en engin alvarleg slys urðu á fólki. Meira »

Maðurinn erlendur hælisleitandi

11:21 Maðurinn sem féll í Gullfoss er erlendur hælisleitandi sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan. Ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti. Meira »

Óvenju mikið af karfa á ferðinni

10:59 „Það hefur gengið mjög vel og það er óvenjulega mikið af karfa á ferðinni á Halanum og reyndar í öllum köntunum á Vestfjarðamiðum. Þetta er reyndar góður karfatími en veiðin er mun betri en ég átti von á.“ Meira »

Lögreglan kölluð út vegna deilna

11:23 Laust fyrir kl. 6 í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um aðstoð vegna deilna milli sambúðarfólks í Hafnarfirði. Meira »

Vinnuslys í Mosfellsbæ

11:18 Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um vinnuslys við fyrirtæki í Mosfellsbæ.  Meira »

Byggja 60-70 íbúðir á Edenreit

10:52 Hveragerðisbær ætlar að byggja íbúðarhúsnæði í austurhluta bæjarins á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
HANDRIÐ, SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
STOFUSKÁPUR
Stofuskápur til sölu verð 20,000 uppl 8983324...
 
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...