Hafa ítrekað ekið án réttinda

mbl.is/Eggert

Bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut við Arnarnesveg um klukkan sjö í gær af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaðurinn og farþegi sem í bifreiðinni voru handteknir grunanðir um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi en hún hafði verið tilkynnt stolin.

Ökumaðurinn var ennfremur grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum sem hann hefði gert ítrekað áður. Fólkið var látið laust að lokinni skýrslutöku.

Þá var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut við Garðheima. um klukkan eitt í nótt. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn hafði að sama skapi ítrekað gerst sekur um að aka án tilskilinna réttinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert