Með dvalarleyfi en ekkert húsnæði

Lögreglan var snögg að handtaka manninn.
Lögreglan var snögg að handtaka manninn. mbl.is/Þórður

Maðurinn sem hótaði að kveikja í sér við Grensásveg fyrr í dag er fyrrverandi hælisleitandi sem var kominn með dvalarleyfi á Íslandi.

Að sögn lögreglunnar hafði maðurinn, sem er 25 ára gamall Sómali, misst húsnæði sitt á Grensásveginum vegna þess að hann var ekki lengur hælisleitandi og þurfti því að verða sér úti um nýtt húsnæði eftir öðrum leiðum en í gegnum Útlendingastofnum. Þess vegna hótaði hann að kveikja í sér.

Sjúkra- og slökkvibílar voru sendir á vettvang og var maðurinn handtekinn mjög fljótlega af lögreglunni.

Frétt mbl.is: Hótaði að kveikja í sér við Grensásveg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert