Páskahret er líklegt

Hret gæti gert um páska.
Hret gæti gert um páska.

„Líkur á páskahreti eru yfirgnæfandi,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni.

Næstu daga verða suðlægir vindar yfir landinu og fremur milt veður. Sunnanlands og vestan rignir með köflum fram á miðvikudag. Þurrt verður að mestu norðan- og austanlands en þar gæti jörð þó fölnað í éljagangi og kulda á skírdag og föstudaginn langa. Áður var útlit fyrir að strekkingsvindur fylgdi en nú er spáð hæglæti þó svo að kólni nokkuð þessa daga. En svo eru það páskarnir sjálfir. Á laugardag og einkum á páskadag er reiknað með hreti norðantil; þ.e. strekkingi og hríðarveðri. Frost nyrðra gæti farið niður í 3 til 8 stig. Sunnanlands verður hiti yfir frostmarki í sólinni að deginum, en næturfrost er afar líklegt.

„Það er enn langt í páska og veðurspár geta breyst. Þó má telja líklegt að kólni um bænadagana og enn frekar um páskana,“ segir Einar Sveinbjörnsson í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert