Slæmar afleiðingar

Sjómenn gera að þorski um borð í Akureyrartogaranum Sólbaki EA.
Sjómenn gera að þorski um borð í Akureyrartogaranum Sólbaki EA. Þorgeir Baldursson

Sú ákvörðun bandarískra stjórnvalda að setja Atlantshafsþorsk á lista yfir tegundir í hættu vegna ólöglegra og eftirlitslausra veiða getur haft mikil áhrif á íslenska útflytjendur, að sögn Vignis Más Lýðssonar, framkvæmdastjóra Instafish, en fyrirtæki hans sérhæfir sig í sölu á íslenskum fiski í Bandaríkjunum.

„Þetta getur haft áhrif á okkur þar sem þorskur er hluti af okkar vöruframboði. Afleiðingarnar geta orðið slæmar, þar sem þorskurinn okkar er vissulega Atlantshafsþorskur en er ekki í útrýmingarhættu.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Bandaríkin ört vaxandi markað fyrir íslenskan fisk. Selt hafi verið fyrir 18 milljarða króna á síðasta ári sem er 29 prósenta hækkun frá árinu 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert