Til í viðræður um gerð Sundabrautar

Ein útfærsla Sundabrautar.
Ein útfærsla Sundabrautar.

„Við munum að sjálfsögðu hitta þessa aðila og fá að heyra þeirra hugmyndir. Ýmsir hafa sýnt Sundabraut áhuga en síðan eru ekki endilega allir sammála um að hennar sé þörf á þessari stundu.“

Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, um áhuga fjármálafyrirtækisins GAMMA og lögmannsstofunnar LEX á að koma af stað vinnuhópi til undirbúnings á Sundabraut.

„Okkur líst ágætlega á að áhugasamir aðilar skoði þetta verkefni með einkaframkvæmd í huga,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri um Sundabrautina. Skagamenn hafa einnig sýnt þessu samgöngumannvirki áhuga gegnum tíðina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert