„Dómurinn talar fyrir sig sjálfan“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Golli

„Þetta er mikilvæg niðurstaða. Dómurinn er skýr, hann er ítarlegur og tekur á að mér sýnist flestum málsástæðum og undirstrikar það prinsipp sem þarna er undir sem er að samningar skuli standa sem er lykilatriði,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær um Reykjavíkurflugvöll.

Frétt mbl.is: Kemur borginni ekki á óvart

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í gær að innanríkisráðuneytinu bæri að að loka norðaustur/suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn innan 16 vikna á grundvelli yfirlýsingar þáverandi innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jóns Gnarr sem þá var borgarstjóri Reykjavíkur.

Frétt mbl.is: Ríkið þarf að loka NA/SV flugbrautinni

„Dómurinn talar annars vel fyrir sig sjálfan. Mér finnst ekki miklu við hann að bæta,“ segir Dagur. Spurður hvort hann eigi von á að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar segir hann það vera ákvörðun ríkisins. „Ég hef sagt það áður að mér þykja þeir samningar sem liggja fyrir í málinu, sem eru fleiri en einn, vera frekar skýrir og það hljóti að vera meginprinsippið að samninga beri að virða og þeir skuli standa. Það er það sem ég hef sagt og segi enn.“

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert