Of langt gengið

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það er of langt gengið að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi verið vanhæfur til að sinna undirbúningi að afléttingu gjaldeyrishafta, að mati Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. 

„Ef ég hef skilið þetta rétt í fjölmiðlum þá er verið að gera því skóna að hann kunni að hafa verið vanhæfur vegna þess að konan hans sé á meðal kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna,“ sagði Jón Steinar.

„Það hefði verið afkáralegt ef forsætisráðherra hefði vikið sæti við að skipa í þessar nefndir. Þetta eru aðgerðir vegna gjaldeyrishaftanna og í þágu íslensku krónunnar. Ég held að þetta hafi verið embættisskylda hans og að það sé afar langt gengið ef menn ætla að halda því fram að hann hafi verið vanhæfur til að skipa í þessar nefndir. Ég held að það standist ekki. Ef einhverjum líkar það ekki þá bara kjósa þeir hann ekki í næstu kosningum.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert