Öryggisgæsla til skoðunar

Starfsmenn á Zaventem-flugvelli og ástvinir þeirra vottuðu þeim sem fórust …
Starfsmenn á Zaventem-flugvelli og ástvinir þeirra vottuðu þeim sem fórust í þremur sprengjuárásum í fyrradag virðingu sína. mbl.is/afp

Hryðjuverkin í Brussel voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.

„Utanríkisráðherra fór yfir það hvers kann að vera að vænta af samstarfslöndum okkar til að bregðast við þessu. Hann fór líka yfir mál Íslendinga í Brussel enda allmargir Íslendingar sem búa á og ferðast um svæðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í  Morgunblaðinu í dag.

Hann sagði að nú væri m.a. rætt hvort öryggisgæslu á flugvöllum yrði breytt. Hvort hún yrði t.d. færð út fyrir sjálfar flugstöðvarnar. Sigmundur Davíð kvaðst hafa rætt við fulltrúa frá embætti ríkislögreglustjóra eftir hryðjuverkin í París og er vel hugsanlegt að slíkur fundur verði haldinn aftur. „Þótt við hér á Íslandi séum ekki vön svona atburðum, þá er þetta býsna nálægt okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert