Þjóðkirkjufólki fækkar hraðar

Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkaði um 4.805 á síðasta ári sem er umtalsvert meiri fækkun en síðustu ár. Engu að síður eru enn 71,5% þjóðarinnar skráð í ríkiskirkjuna samkvæmt tölum Hagstofunnar. 

Skráðir meðlimir í þjóðkirkjunni voru 242.743 1. janúar árið 2015 en á fyrsta degi þessa árs hafði þeim fækkað niður í 237.938. Meðlimum kirkjunnar hefur fækkað stöðugt undanfarin ár en fækkunin á síðasta ári er þó mun meiri en árin á undan. Þannig er fækkunin á þessu eina ári meiri en sú sem varð samanlagt árin fjögur á undan, frá 2011 til 2014.

Hlutfall þjóðarinnar sem tilheyrir þjóðkirkjunni hefur jafnframt dregist saman um 2,1 prósentustig á milli ára.

Trúfélagið Zúismi á Íslandi var stofnað á síðasta ári til höfuðs sóknargjaldakerfinu. Við upphaf árs 2015 voru fjórir zúistar skráðir á Íslandi en 1. janúar á þessu ári voru þeir orðnir 3.087. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert