Þungvopnuð lögregla í Leifsstöð

Þungvopnaðir lögreglumenn eru ekki algeng sjón á Íslandi en ferðamenn á leið um Keflavíkurflugvöll munu þó verða varir við slíkt á næstu dögum. Viðbúnaður var aukinn á vellinum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Brussel á þriðjudag og mun ástandið vara fram yfir páska.

„Núna eru nokkrir sérsveitarmenn og sprengjuleitarhundur sérsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli og þessi viðbúnaður verður fram yfir páska að minnsta kosti, eða þangað til annað verður ákveðið,“ sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í samtali við Morgunblaðið.

Ljósmyndari mbl.is fór á vettvang í morgun til að athuga hversu sýnileg gæslan væri. Niðurstöðuna má sjá með því að fletta myndunum hér að ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert